Halló

Ég vil koma einu á framfæri sem mér finnst alveg afspyrnu hallærislegt. Var að vesenast inni á vísi.is um daginn og datt niður á að lesa grein eftir Völu Bjarna sem oft er með mjög góða punkta. Allavega. Vinstra megin á síðunni sést yfirlit yfir alla fasta penna Fréttablaðsins. Af þeim eru listaðir 25 karlar og 6 konur. Konur semsagt 19.4% fastra penna. Ég veit að margir þessara penna skrifa ekki fyrir blaðið lengur. En í "uppsöfnuðum skrifum," eins og uppsöfnuðu áhorfi speglast samt raunveruleiki. Veit einhver hver þessi hlutföll eru núna?

Nú veit ég mjög vel að fjölmiðlar landsins eru allir frekar hallærislegir í jafnréttismálum og minn er þar síst undanskilinn, hvað varðar t.d. kynjahlutföll á ritstjórn og í ekki síst í stjórnunarstöðum. Hef þó tröllatrú á að það lagist á næstu árum skv. nýlegri stefnubreytingu. Styrmi virðist full alvara með þetta, sbr: "Við eigum að hætta að leita að útskýringum og afsökunum og einfaldlega gera eitthvað í þessum málum." Ég er mjög ánægð með þessa afstöðu og bíð spennt.

Fréttablaðið virðist að mörgu leyti vera að koma til og í fljótu bragði myndi ég segja að þar standi jafnréttismálin best af fjölmiðlum landsins. Tvær konur af þremur fréttastjórum til dæmis. Spennandi að sjá hver verður látin/n fylla skarð Sigurjóns, er ekki Arndís Þorgeirsdóttir vel að því komin?

Að sjálfsögðu er svo ekki hægt að ráða konu sem aðalritstjóra á neinu þessara blaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Sko.. Þetta jafnréttiskjaftæði er orðið þreytt.

Þið fæðist í þennan heim alveg eins og við gaurarnir, þið hafið efri höndina í sumum deildum og kannski neðri höndina í öðrum.

Ég efast um að viljandi kynjamisrétti í fjölmiðlum hérna á landi sé það gífurlegt að kvenpennar nái ekki að ryðja sér rúms.

Ólafur N. Sigurðsson, 11.7.2006 kl. 11:49

2 identicon

Mér finnst svona alltaf lélegt.

Alveg er ég viss um að allir umræddir pennar eru manneskjur, og lélegt þykir mér að flokka þær eftir kynfærum.

Á sama hátt á ég mjög erfitt með að trúa því að fréttablaðið (eða Mogginn, sbr. hana Arndísi.is vinkonu okkar :) setji ákveðnum þjóðfélagshópum stólinn fyrir dyrnar, eða flokki blaðamanna-kandidata niður í hópa yfir höfuð.

Miklu frekar (varúð, mín skoðun) held ég að framboðið af blaðakarlmönnum sé meira en af blaðakvenmönnum. Virkilega leiðinlegt þykir mér þegar fyrirtækjum eða öðrum er gefin skömm í hattinn fyrir að passa ekki "hlutföllin".

Ef karlar og konur, nýbúar og eldra fólk, ljóshærðir og dökkhærðir, eru allir jafnhæfir til þess að starfa við blaðaskrif / spila skák / starfa við þrif, þá tel ég leiðina til þess ekki vera að skikka einn eða neinn til að skella yfir það verndarvæng.
Ef þjóðfélagið hefur ekki kúgað það þeim mun meira, held ég að þetta fólk allt viti að það getur gert allt. Karlar eru velkomnir í hjúkrun og konur í álverin.
Greinaskrif í fréttablaðinu held ég að sé alveg kjörið dæmi. Hvar í okkar skólagöngu, uppeldi eða öðru þjóðfélagsáreiti var okkur drengjunum kennt að við værum góðir pennar, á meðan þið stúlkur voruð lamdar niður? Hvergi held ég. Ég fór í matreiðslu og ég þurfti að læra að sauma. Þú fékkst jafnmarga íslenskutíma og ég.

Skamm. Kynjahlutföll má ekki, skamm.

Bleh, gott að blása aðeins út :)

Halli - Li Hal (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband