"Get ekki hætt..."

loginn.jpg

Þetta er aðeins of fyndið til að deila því ekki og nógu langt um liðið.  Sagan hefst á nýárskvöldi árið 2006. Hópur af hressum stúlkum ákveður með engum fyrirvara að fagna nýju ári -aftur- með því að blása til teiti. Gestir þurftu að vera klæddir í kjóla, gott ef ekki vera róttækir og drykkfelldir líka.

Í partýinu voru blandaðir kokkteilar af ýmsum gerðum og hlustað á tónlist tíunda áratugarins. Að lokum fór hópurinn í bæinn í stórum leigubíl og allir settu á sig sama eldrauða varalitinn á leiðinni. Augljóslega voru ekki allir jafn harðir af sér í djamminu og þessar stelpur því talsvert þurfti að leggja á sig til að finna opinn bar og fólk í stuði. Eftir gott "single-handed" tjútt á Kaffibarnum og hinum ofurkúl stað Óliver var ákveðið að gera eitthvað sér til dægrastyttingar. Um nokkurn tíma hafði það verið mikið trend hjá aðalsöguhetjunni að taka gsm síma fólks traustataki á djamminu og senda random sms í random símanúmer. Þetta hafði leitt af sér ýmislegt skemmtilegt, sbr. skilaboðin "Viltu sofa hjá mér. Gerðu það," sem lentu á mis óheppilegum stöðum. 

Nú. Slík var stemmningin á þessu kvöldi að þar sem stúlknagerið sat á annarri hæð Óliver var ákveðið að leika þennan hressa leik. Símum var skellt á borðið, hver og ein tók einhvern síma af handahófi og notaði hann til fyrrgreindra hrekkjasendinga. Aðalsöguhetjan fékk símann hennar Söndru til umráða og sendi skilaboð á fyrrverandi kennara Söndru, djasshönkið Jóel Pálsson. Ekki er munað hvað stóð þar, getur einhver hjálpað til? En það var víst sérlega kvikindislegt enda ískraði hláturinn í  hetjunni okkar. 

Ýmislegt fleira gekk þarna á. Kristín Tómasdóttir "sendi" skilaboð á Frosta í Mínus, eitthvað á þá leið hvað hún væri heit. Fékk til baka "Hvar ertu?" Allir urðu illa úti -nema hetjan okkar. Sólrún er augljóslega svo hjartagóð að hetjan "sendi" eitthvað mjög pent sms á mann sem myndi hvort sem var nákvæmlega geta sér til um aðstæðurnar.

Ekki var Sandra sátt með þetta... Og við stökkvum fram í tíma. Það er að morgni 2. janúar og nokkrar úr hópnum mættar ELD hressar klukkan átta í vörutalningu í Byggt og búið, í þágu málstaðarins. Klukkan tíu skreppum við Eva María í Hagkaup að kaupa þynnkubjargvætti (fórum hamförum í talningu þrátt fyrir þynnku svo það komi fram). Við kassann eru þessi venjulegu flennifyrirsagnatímarit. "LOGI OG SVANHILDUR ÓLÉTT." Á Evu Maríu kemur mjög undarlegur svipur. Eftir smástund er Anna Pála búin að átta sig á að ekki er allt með felldu en Eva ber við minnistapi um atburði næturinnar. Hringt er í Söndru. 

A: SANDRA ÓSK! 

S: uuujá?

A: SENDIR ÞÚ SMS Á LOGA BERGMANN ÚR SÍMANUM MÍNUM Í NÓTT?

S: uuu... Já?

A: HVAÐ STÓÐ Í ÞVÍ?!

S: Það stóð: "Ég get ekki hætt að hugsa um þig."

A: #$!&!!!

Þetta þótti Önnu Pálu alveg sérlega ófyndið á þeim tíma í ljósi fyrrgreindrar óléttu. Nú voru tveir slæmir kostir í stöðunni, þar sem Anna Pála stendur fyrir neðan rúllustigann í Kringlunni að morgni annars janúar með lófann yfir augunum.

a) Senda annað sms og biðjast afsökunar = Líta út fyrir að vera orðin þunn og með móral.

b) Gera ekkert og þykjast hafa sent í rangt númer (eeeeinmitt).

Anna Pála velur fyrri kostinn. Anna Pála mætir í upptöku á Meistaranum þremur vikum seinna, eins og kúkur, en þó farin að hafa nettan húmor fyrir atvikinu. Logi hefur mikinn húmor fyrir atvikinu. Sagan búin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

hahahaha

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.7.2006 kl. 07:31

2 identicon

Haha. Þetta var svo fyndið blogg, las það fyrir nokkrum klukkutímum og er ennþá að tala um það. Flott mynd af Loga líka!

Rakel (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 14:04

3 identicon

Haha. Þetta var svo fyndið blogg, las það fyrir nokkrum klukkutímum og er ennþá að tala um það. Flott mynd af Loga líka!

Rakel (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 14:08

4 identicon

Fyndnasta saga í heimi. Hún verður lesin daglega á skrifstofunni.

Elín Björk (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 14:11

5 identicon

"Halló, ég elska þig ooó" stóð í skilaboðunum til saxófónleikarans góðkunna.......

Sandra (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 20:12

6 identicon

gaman frá því að segja að mér tókst að senda þér komment... svona ef þú tókst ekki eftir því! ;)

Sandra (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 20:13

7 identicon

úff, þetta er góð saga....

Ester (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 11:02

8 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ohhhh... þessi símaleikur fær mig til að skjálfa! En skemmtilegur er hann þó - ef maður passar sinn síma einstaklega vel ;)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 4.7.2006 kl. 16:02

9 identicon

Ókei, ótrúlega leim að skrifa sögu á bloggið sitt sem allir heyrðu fyrir svona fimm mánuðum. Það þýðir ekkert að segja fréttir gærdagsins. Við viljum eitthvað ferskt!

Anna (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 17:24

10 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

-"Anna er svo leeeeeiðinleg!"

-Ritstjórnin vill óska Söndru Ósk til hamingju með að hafa loksins náð að kommenta, og það tvisvar.

Anna Pála Sverrisdóttir, 4.7.2006 kl. 23:06

11 identicon

Hehehe fyndin saga.
Var að lesa í annað skiptið og hlæja aftur jafn mikið...

Laufey (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 09:08

12 identicon

Hahahaha.Þetta kallar maður húmor.Pant vera ávalt viðstaddur þegar þið vinkonurnar málið bæinn rauðann í framtíðinni.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband