Hryðjuverk í kaffinu mínu

Bjarnið er kúkur dagsins á þessu bloggi. Ég hellti upp á kaffi áðan en
hann sá um að mala baunirnar. Svo kom á daginn að ég er að drekka piss
og er VERULEGA frústreruð. Bjarnið semsagt sá sér leik á borði og 
malaði helmingi minna af baunum en ég hefði gert.  Nú er hann
broskall og ég er skeifukall. Bjarninu finnst gott að drekka piss.
Viltu gjöra svo vel að hella upp á alvöru kaffi, núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pissmenn allra landa eiga að sameinast yfir pissbollum sínum og láta okkur hin í friði með sitt piss.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.6.2006 kl. 19:38

2 Smámynd: Bjarni Már Magnússon

Mótmæli þessum áburði harðlega.

Kaffipressan tekur 4-5 kaffibolla. Ég malaði baunir fyrir 6-8 bolla í staðinn fyrir 10.

Slíkt kaffi getur ekki talist piss nema mælikvarðinn sé eitthvað brenglaður.

Bjarni Már Magnússon, 24.6.2006 kl. 20:17

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Sko. Í heilbrigt kaffi, ekki einu sinni mjög sterkt, fara 200 ml af vatni á móti 2 msk af kaffi. Það var sko ekki þannig í þessari uppáhellingu.

Anna Pála Sverrisdóttir, 25.6.2006 kl. 15:28

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Til að gæta allrar sanngirni, þarf að koma hér fram að Bjarnið hellti upp á mjög fínt kaffi handa mér í dag. Þar að auki sótti hann mig í bæinn í nótt og keyrði mann og annan mér tengdan bæði heim og aftur í bæinn.

Það eru fullar forsendur fyrir því að á mínu bloggi skuli hann vera listaður sem betri helmingurinn og ég sem verri helmingurinn á hans bloggi (augljóslega verður samt einhver í sambandinu að taka það að sér).

Anna Pála Sverrisdóttir, 26.6.2006 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband