Áfram á rangstöðumarki - hverjum á ég nú að halda með

Skattans Ástralirnir komust áfram í gær því þeim dugði að gera jafntefli. Þar með eru mínir menn í Króatíu úr leik. Ég vil samt meina að seinna markið þeirra hafi verið rangstöðumark og þetta sé allt hluti af stærra samsæri gegn minni persónu. 

Leikurinn var reyndar svo skemmtilegur að ég gat ekki annað en reynt að brosa út í annað þrátt fyrir skeifuna hinu megin.

Ég er að hugsa um að halda með Spánverjum í framhaldinu. Þeir eru svo rosalega sprækir og Spánn er gott land að undanskildum stöðum á borð við Benidorm. Það mat er alfarið byggt á fordómum, hef aldrei verið á Benidorm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Spánverjanir eru flottastir...

Strumpakveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 23.6.2006 kl. 17:24

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Benidorm of frábær staður ef maður vill komast í kynni við lauslátar breskar konur. (Disclaimer: byggt á fordómum, aldrei komið til Benidorm. Barcelona var hinsvegar ýkt flott)

Villi Asgeirsson, 23.6.2006 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband