22.6.2006 | 19:37
Víst viltu lesa um breytingar á skattkerfinu
Ég er hress með að heyra að ASÍ og ríkisstjórnin hafi náð samkomulagi.
Í fyrsta lagi eru breytingarnar skref í rétta átt með skattkerfið að mínu mati (og Guðna Ágústssonar skv kvöldfréttum RÚV). Skattleysismörkin voru komin út úr kortinu og því engan veginn réttlætanlegt að lækka tekjuskattsprósentuna áður en þau voru hækkuð. Aldursmörk barnabóta eru færð úr 16 í 18 ár, sem speglar raunveruleikann mun betur. Og vaxtabæturnar sem menn tókust svo heiftarlega á um í þinglok, verða leiðréttar. Manni dettur bara í hug gamli skólasöngur MH-inga: "... Að byggja réttlátt þjóðfélag!"
Í öðru lagi vona ég að þetta þýði að kjarasamningar náist og böndum verði komið á verðbólguna. Ég vil endilega ekki að krónan haldi áfram að veikjast og fyrirsjáanlegur framfærslukostnaður okkar Barböru í haust, haldi áfram að hækka í íslenskum krónum talið. Maður vill nú ekki borga sextíukall fyrir máltíð sem gæti kostað fimmtíu krónur.
Spennandi verður að sjá hvort Geir heldur fast við sinn keip með að lækka tekjuskattinn um a.m.k. eitt prósent. Ekki til þess fallið að slá á verðbólguna en það er svona þegar menn lofa stórt. Mér fannst athyglisvert það sem hann sagði í fréttunum, eitthvað á þá leið að ríkisstjórnin VÆRI að standa við skattalækkunarloforð því sömu fjárhæðir færu í þessar breytingar og þær sem stóðu til. Ekki beinlínis það sem flestir höfðu séð fyrir sér held ég. Er það kannski bara rétt eftir allt að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti jafnaðarmannaflokkur Norðurlandanna?
Samkomulagi náð um kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fascinating, thank you Anna Paula. I always had an evil beaver on Geir though.
Villi Asgeirsson, 23.6.2006 kl. 06:01
Viljiði endilega halda áfram að kommenta þegar þið komið heim af djamminu! Það eru langfyndnustu kommentin.
Anna Pála Sverrisdóttir, 26.6.2006 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.