12.6.2006 | 01:32
Jæja
Einhver gæti haldið því fram þetta blogg sé búið að breytast í aumingjablogg vegna fátíðindanna sl. hálfan mánuð. Svo er ekki.
Dómnefndin þurfti einfaldlega að taka sér mjög góðan tíma til að íhuga það vandasama úrlausnarefni sem upp kom varðandi úrslit málsháttaslagorðakeppninnar.
Niðurstaðan er þessi: Þetta land fer til andskotans ef úrslitin standa. A.m.k aðeins nær. Því hefur verið útnefndur nýr sigurvegari í keppninni.
Til hamingju Hrund með sigur í keppninni fyrir tillöguna
Æ sér þjór til þynnku.
Jafnframt verður þetta titill bloggsins næstu a.m.k. næstu vikuna samkvæmt reglum keppninnar. Tek fram að sú staðreynd að dagurinn sem leið var þynnkudagur, hefur ekki áhrif þar sem að á sínum tíma var þetta helsti keppinautur þess sem hefur borið titilinn að undanförnu (en var sviptur honum vegna dópneyslu.)
Úr umsögn dómnefndar: "... Eitthvað sem við öll vitum en mörg okkar horfast sjaldan í augu við... Góð áminning um að stundargaman er kannski innistæðulítið þegar það eyðileggur jafnmikið og það gefur okkur... Þó mætti líta á þetta sem æðrulausa nálgun á það sem einfaldlega tilheyrir því að vera ungur í hjarta, vitlaus og lifa lífinu."
Skál fyrir Hrund.
P.s. Bjarnið biður mig um að koma á framfæri við lesendur að kallinn minn sé bestur.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Húmor, Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:36 | Facebook
Athugasemdir
Ég er mjög hamingjusöm :) !!!
...og verð að segja að mér finnst þetta mjög sanngjörn niðurstaða hjá þér ;)
Hrund (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 13:00
Ákvað að senda þér þennan link sem ég var að segja þér frá um daginn. En hann kemur hér: http://heimsreisa2005.blogspot.com/
Svo er þetta linkurinn á síðuna mína:
http://lkristin.blogspot.com/
Hægt að lesa um ferðalagið okkar þar.
Sjáumst
Laufey
Laufey (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 13:00
Takk Laufey! Við skemmtum okkur hið besta við að plana :-)
Anna Pála Sverrisdóttir, 13.6.2006 kl. 17:54
Sú yðar sem edrú er taki fyrsta sopann.
Þórður (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.