Krútt-Gunnar

Ég var á tímabili þess heiðurs aðnjótandi að sitja í stjórn með Gunnari I. Birgissyni. Ég í minnihluta, hann í meirihluta. Þess vegna fannst mér þetta alveg extra fyndið. Ég hló eiginlega allan síðasta laugardag. "Enda ávallt svolítið krúttlegur þegar hann situr eins og snúið roð í hundi þegar við höfum aðra skoðun á málum."

Gunnar_hressÞetta tengdi ég vel við. Gunnar er ekki týpan sem er á heimsfriðarmataræði. Við sátum eitt sinn á stjórnarfundi hjá LÍN og vorum að ræða erfitt mál eins lánþegans. Mér var nokkuð niðri fyrir vegna fyrirsjáanlegs óréttlætis sem mér fannst sjóðurinn ætla að beita viðkomandi, veifaði stjórnsýslulögunum og þrumaði um rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.

Kristín Edwald, lögfróði maður meirihlutans var fjarri góðu gamni svo ég óð uppi án þess að nokkur fengi efnislega rönd við reist. Svo Gunnar greip til þess klassíska trikks að drulluspóla yfir andstæðinginn frekar en deiluefnið. Hvaða andskotans lögfræði vorum við eiginlega að læra þarna niðri í HÍ? Var þetta lögfræði Hammúrabís eða hvað? Er ennþá að velta fyrir mér þessu seinna.   

Gunnar eldar grátt silfur við Samfylkinguna víðar en í Kópavogi. Þegar hann mætti of seint á fundi í Borgartúninu var það alltaf R-listanum að kenna. Skipulagsmálin sjáiði.

En þrátt fyrir að tekist hafi verið á með mis málefnalegum hætti, verður að halda því til haga að við gerðum frábæra samninga þetta árið. Og það er ekki annað hægt en þykja svolítið vænt um Gunnar. Hann er kannski með horn en ég held að það sé ekkert rosalega djúpt á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, Gunnar er skíthæll.

Einn lánþeginn (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 09:14

2 identicon

Gunnar Birgis krúttikrútt,
krunkar sitt síðasta vers,
Kópavogur er kjúttipútt,
og kominn er á Players.


Gunnar Birgis:

I feel pretty,
Oh, so pretty,
I feel pretty and witty and bright!
And I pity
Any guy who isn't me tonight!

I feel charming,
Oh, so charming
It's alarming how charming I feel!
And so pretty
That I hardly can believe I'm real!

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:43

3 identicon

ógó flottir Skartgripir
http://blog.central.is/guggamalla

malla (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 11:13

4 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

hann er með horn segirðu - en er hann með hala ;)

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 21.3.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband