AP: Persónuverndari

Þá er einn kall horfinn aftur á vit lögfræðinga og krókódíla í Miami. Það var skutlað á flugvöllinn áðan. "Þetta styrkir hjá ykkur ástina," er viðkvæðið hjá elskulegu fólki sem lítur á björtu hliðarnar. Bullshit. Fjarbúð er ömurleg.

Ef eitthvað bjátar á í sambandinu, hvað á maður þá að gera? Taka næstu flugvél til NY og tengiflug til Flórída? Grenja við fartölvuna og þykjast ræða málin af alvöru á skype? Ekki reyna að segja mér að þetta sé sniðugt.

--

sitelogoAnnars verða þáttaskil hjá mér í sumar. Eftir fimm ára starf á Mogganum með skóla, fer ég annað þetta árið. Fékk tilboð frá Persónuvernd sem mér fannst ég ekki geta hafnað og verð þar við bókarskrif og fleira frá og með fyrsta júní. Ég hlakka mjög til enda viðfangsefnin spennandi og vinnustaðurinn almennt óvenju góður að ég held.

Moggaskilnaði fylgir að sjálfsögðu fyrirfram tregi. Jafnvel þótt ég geti, eins og gefur að skilja, frussað út úr mér einstaka kaffibolla við lestur á forystugreinum og haft einhverjar athugasemdir við jafnréttismál og annað í stjórnun blaðsins. Þá skiptir það fyrir mig persónulega miklu minna máli en allt sem ég hef lært og allt það frábæra fólk sem ég hef unnið þar með, kynnst og eignast að vinum. 

Einhvern veginn finnst mér reyndar ólíklegt að ég hafi að fullu sagt skilið við blaðamennsku frá og með júní. Ég elska þetta starf.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Ef eitthvað er verra en fjarbúð, þá er það Skype. Mætti ég þá frekar eiga samskipti í gegnum SMS, enda eru þau oft á tíðum töluvert innihaldsríkari og skruðningar sjaldgæfari!

Dagbjört Hákonardóttir, 5.3.2007 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Einar Sverrisson

Til hamingju með nýja starfið!

Vonandi gengur fjarbúðin sem best, þetta er erfitt, en gott til þess að hugsa að þetta er bara tímabundið. Svo verður þú að skella þér til Miami að heimsækja karlinn við tækifæri!!

Jón Einar Sverrisson, 5.3.2007 kl. 14:22

3 identicon

Aei. Eg sem var buin ad stola a thig sem tengilid vid Mogga thegar Byssupiss gefur ut plotu i sumar.

Ugla (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband