Valið milli vinstriflokka

Gömlu félagarnir mínir í VG hafa greinilega átt góða helgi. Til hamingju með það kæru vinir. Augljóslega hefur munað mikið um að ég skráði mig úr flokknum fyrir um ári, því leiðin hefur legið beint upp á við hjá þeim síðan. Að vísu skráði ég mig aftur í smátíma þar sem mér fannst ég eiga nógu mikið í flokknum til að fá að kjósa í forvali.

Nú er ég óflokksbundin, íhugandi og fréttaskrifandi í bili (og hvort sem er ekki viljað taka beinan og virkan þátt í flokksstarfi meðan ég hef verið í fréttaskrifum). Traustustu heimildamenn hafa talið mig gengna til liðs við Samfylkinguna. Það er rétt að ég hef daðrað við það. Hins vegar hef ég ekki tekið skrefið ennþá og verið eitthvað hikandi. Get ekki sett puttann á nákvæmlega af hverju. Tilfinningar (Tilfinningar! segi það og skrifa. er í lagi heima?..) kannski átt einhvern þátt. Erfitt að slíta sig frá einum flokki og hefja starf með öðrum. Sérstaklega þegar maður vill eiginlega helst af öllu eiga eitthvað í báðum flokkum. Vinna með góðu fólki úr báðum.

Sama hvað öllum mótrökum líður, og þau þekki ég ágætlega, hefði ég a.mk. viljað sjá tilraun gerða til að vinna saman í einu framboði. Í menntó hugsaði ég sem svo að það hefði nú einu sinni farið þannig að það var ekki gert. Maður þyrfti þá bara að velja á milli þess sem var orðið til. En ég held að það sé fjöldi fólks sem finnst þetta val á milli erfitt og jafnvel óþarft. Betra að sameina kraftana. Ég vil ekki gefast upp í þeirri viðleitni. Ágætis byrjun væri ríkisstjórnarsamstarf frá og með maí. 

---

Ég átti helgarumfjöllun á Vefritinu og ákvað að fjalla um klám. Skoðaði klámsíður o.fl. í þeim tilgangi. Þetta var alveg ferlega erfitt og mér eiginlega búið að líða hundilla því ég var að skoða og lesa um dapurlegri hluti en ég hefði átt von á. Fyrir var ekki alveg bætandi á jafnvægisleysið hjá mér. En afraksturinn birtist s.s. á Vefritinu og er þar m.a. birt athugasemd klámsíðuhaldara um "sögu dæmigerðrar klámhóru."

---

Til hamingju með útskriftina Bjarni Már. Eins og þú hefur verið óþreytandi við að segja mér: Þú ert flottastur. Kallinn s.s. heima í nokkra daga til að útskrifast sem MA í alþjóðasamskiptum. Telur sig verða orðinn Grandmaster þegar hann klárar mastersnámið í Miami. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drífðu þig bara endilega aftur í VG! Svo myndum við vinstri velferðarstjórn í vor! Þetta var frábær helgi og með skemmtilegri fundum sem ég hef setið - ekki láta þig vanta næst! ; )

Lilja (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég er sammála Lilju í þessu. Þú átt heima í VG Anna Pála og þín er sárt saknað. Gerðu annars það sem hjartað og heilinn segja þér og ég er viss um að við verðum sammála um hvert skrefið verður. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.2.2007 kl. 12:32

3 identicon

Frábær grein Anna Pála. Vel gert!

Eva (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:04

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Komdu fagnandi í Samfó kæra vinkona! :)

Annars takk fyrir síðast! Svakalega hef ég saknað þín túttan mín! Svo var ég svo heppin að Bjarnið tók mig ekki undir svitablautann handakrikann í þetta skiptið! Maður er alltaf að græða...

Knús! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.2.2007 kl. 19:54

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað varð til þess að þú sagir þig úr VG?

Jóhannes Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband