22.2.2007 | 14:59
Yfirborðskennt þjóðmálablogg
Hvað er þetta með Guðna Ágústsson og að bera brigður á kannanir þar sem niðurstöðurnar henta honum ekki? Fyrst er Fréttablaðið vafasamt af því Framsókn kemur verst út í þeirra könnun. Svo mætir hann í Kastljósið í gær og eyðir öllu sínu púðri í að spyrja út í hvernig könnun á matarverði hafi verið unnin. Allt til að sleppa við að ræða matarverð á Íslandi.
Ég er annars orðin mjög spennt að sjá hvernig matarverðsaðgerðir koma út þegar þær taka gildi núna 1. mars. Ef verðið lækkar, er það vel og má hrósa stjórnvöldum fyrir það auk stjórnarandstöðunnar sem hefur átt frumkvæði í málinu. Hins vegar má enn gera betur án þess að við förum nánar út í það mál. Ég nenni því ekki núna.
---
Bendi svo á þetta ofsalega áhugaverða málþing sem er á morgun. Reikna reyndar sjálf ekki með að komast en treysti þá á aðra að segja mér undan og ofan af þessu. Fyrir þinginu stendur Alþjóðamálastofnun, hverrar forstöðumaður er Silja Bára Ómarsdóttir. Þess má geta að Silja Bára er flottust.
23. febrúar kl. 13:30-15:30 í Odda 101
Er stjórnarskráin úrelt?
Málþing um stjórnarskrárbreytingar og alþjóðavæðingu.
Kalla alþjóðaskuldbindingar á stjórnarskrárbreytingar?
- Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands
Stjórnarskráin og þátttaka Íslands í samvinnu Evrópuríkja
- Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu:
Þátttaka í alþjóðasamtökum og endurskoðun stjórnarskrárinnar
- Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og varaformaður Stjórnarskrárnefndar.
Stjórnarskrárfesta þolir ekki bið
- Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
---
Nú þarf ég að fara og skoða klámsíður vegna fyrirhugaðrar helgarumfjöllunar á Vefritinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Facebook
Athugasemdir
Hafið Þið ekki gert ykkur grein fyrir að við hjér á þessu skeri í útnára heimsbyggðarinnar
erum aðeins um 300 000 hræður jafn mörg og búa við eina (langa) götu í stórborg erlendis, og svo eruð þið hissa á að hér sé allt dýrara. Þar að auki geta þeir sem ráða meirihluta
matvörmakaðsins á skerinu lagt fé í kaup á fyrirtækjum í útlöndum og keypt fallít
dagblað korteri fyrir kossningar til að klekkja á ímynduðum adstæðingum sínum,sem
gerðu þeim kleyft að hafa sín umsvif hér á landi.
Lýðskrum vinstri stjórnar ríður ekki við einteyming og er hreint vinstri handar klám,
í merkingu þass orðs á íslenskri tungu.
Leifur Þorsteinsson, 23.2.2007 kl. 11:57
Leiðrétting: Það á auðvitað að standa stjórnarandstað ekki stjórnar.
Leifur Þorsteinsson, 23.2.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.