18.5.2006 | 15:53
Gauti biður að heilsa
Í Gautaborg hafði verið samfelld sól í tíu daga, þangað til ég kom hingað á þriðjudaginn. Í dag var rigning og ég reikna með að á morgun verði komin sól, en þá verð ég líka í Kaupmannahöfn.
Hlakka mjög til að dingla með Bjarninu í Köben og til að hitta Völu, Grétar og Gústa hressa í Lundi á karnivali um helgina. Karnival það er víst bara haldið á fjögurra ára fresti og mun vera mikið stuð og tómt rugl.
Ég hef ekki haft tíma til að leggja dóm á málsháttaslagorðin ennþá og er því að þverbrjóta reglur settar af sjálfri mér. Svei. Næ því ekki núna, grunar að ég þurfi að testa frumleikann með því að gúgla allt sem mér líst vel á og sjá hvort snilldin hefur nokkið dottið af vörum einhverra annarra. Lofa að klára þetta innan nokkurra daga.
Verð að þjóta, framundan er lestarferð til Köben. Kem heim næsta þriðjudag og hef störf í "Hvíta húsinu" á miðvikudaginn. Hlakka til. Skemmtilega vinna.
Knús til ykkar
Athugasemdir
Heyrðu.. skyndilega kveiki ég á perunni.. ég held að ég hafi farið á þetta karnival fyrir fjórum árum.. very nice
Ragnheidur (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.