18.2.2007 | 18:43
Djamm og ekki-fréttameðalmennska
Ég er djammandi og tilgangslaus. Það var glaumur í fyrrakvöld og aftur glaumur í gærkvöld, án nokkurrar innistæðu. Árshátíð Orators var á föstudag var reyndar mikið grín og gaman (og ég fegin að þurfa ekki að mæta á Landbúnaðarþing f.h. Morgunblaðsins í sama sal sjö tímum seinna eins og í fyrra -allt að því ennþá ölvuð að sjálfsögðu).
Og þegar maður gerir sér grein fyrir að það verður ekkert af viti úr kvöldinu vegna þreytu og þynnku frá kvöldinu áður, þá er auðvitað mjög skynsamlegt að skella sér bara aftur í partý. Og láta morgundaginn hafa sína þjáningu.
Druslaðist að vísu seint út og náði þ.a.l. ekki að kíkja í blaðamannapartý á Rex, en sé að kollegunum hefur fundist gaman. Blaðamannafélagið búið að fatta að það þýðir alls ekki að reyna að fá þetta fólk til að dansa. Því var ekkert galtómt dansgólf á Borginni að þessu sinni heldur bara blaðamenn þar sem þeim líður best: Á barnum. Slúðrandi reykjandi drekkandi og daðrandi. Þegar ég sendi mjög formlegar fyrirspurnir frá mér eftir miðnættið, um hvort blaðamenn væru enn í stöði og hvort ég þekkti einhvern ennþá á rex, varð hins vegar fátt um svör. Heyrðist ókeypisið á barnum vera farið að segja sitt.
---
Svo vil ég segja BRAVÓ fyrir Davíð Loga sem tekur ekki þátt í fréttameðalmennsku. Að moka skítinn eins og það er kallað, eða að "afgreiða" fréttir. Hann hefur endurtekið stigið út fyrir kassann í sinni umfjöllun og átti verðlaun fyrir Guantanamo greinarnar alveg innilega skilin.
Og það var djarft að veita Kompási verðlaun fyrir rannsóknablaðamennsku, en mér finnst nauðsynlegt að hafa breidd í blaðamennsku á landinu og er því hrifin af þessari ákvörðun. Fjölmiðlar á borð við Kompás eru auðvitað í meiri hættu að misstíga sig en þeir íhaldssamari, en geta fært hluti fram í dagsljósið sem aðrir gera ekki.
Auðunn Arnórs er einn af þeim sem hafa lagt mest af mörkum til að gera Fréttablaðið að öflugu blaði. Hann afgreiðir ekki heldur. Átti flotta spretti um stjórnarskrána og fær nú verðlaun fyrir Evrópuumfjöllun sem ég hef ekki náð að fylgjast nógu vel með. Nú finnst mér að Fréttablaðið eigi að gera efnið hans Auðuns aðgengilegt á Netinu (ég finn það amk ekki, hafi það verið gert) í þágu fólks sem hefur verið fjarverandi ofl.
---
Og ég bendi enn á Vefritið, þar sem er flott helgarumfjöllun um launaleynd.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2007 kl. 19:19 | Facebook
Athugasemdir
Takk takk :-)
Davíð Logi Sigurðsson, 18.2.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.