SJS & NATO

Fréttablaðið færir þau tímamótatíðindi í hús að VG og Samfó geti myndað ríkisstjórn saman. Samfylkingin með 28% á bak við sig og VG 24%. Og nú er pælingin: Ef Ingibjörg yrði forsætisráðherra, yrði þá ekki Steingrímur utanríkisráðherra? Og færi þar af leiðandi að sækja fundi hjá NATO? Veit ekki með ykkur, en ég myndi fylgjast spennt með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ólíklegt að ef þau tvö komist til valda, að þau haldi þeim völdum mjög lengi. Því þá væri mjög líklegt að Brüssel eða Hvassatún muni taka við stjórnartaumunum og Ísland sem sjálfstætt ríki lagt niður... En á hinn bóginn kæmist kannski annað þeirra í ráðherraráð ESB eða Evrópuþingið...


Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Best að segja sig ú Nató. Leiðindaklúbbur hvort sem er. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.2.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Má bara ekki til þess hugsa að þetta vinstrasinnaða afturhald nái völdum eftir
kosningar. Hef enn mikla trú á íslenzkum kjósendum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.2.2007 kl. 21:40

4 identicon

Drottinn minn dýri, ég sem var farinn að sjá ýmsa kosti við stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG. Ljótt af þér að benda á þetta.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:20

5 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Bara beinustu leið út úr Nato, ekki spurning.. 

Þá þarf SJS ekki að pína sig í að sitja á fundunum og það sem er auðvitað miklu mikilvægara, þá þurfa íslendingar ekki að vera samsekir öllu því ógeði sem að Nato og bandaríkjaher stendur fyrir. 

Guðfinnur Sveinsson, 14.2.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband