6.2.2007 | 00:35
Í framboð fyrir Framtíðarlandið
Ég tók mig til og sagði upp áskrift að stjórnmálaflokkum um daginn. Út af vinnunni. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir á undangengnum árum hugsa ég þó að ég sé enn í Sjálfstæðisflokknum. Þessir apaheilar mega þá bara hafa mig ef þeir halda að það sé gott fyrir þá. Ég gæti kannski farið að skrifa innblásnar greinar um þjóðmálin í blöðin og titlað mig sem skáld og Sjálfstæðiskonu.
En ég var að heyra skýringuna á því af hverju ég skráði mig úr einum tilteknum flokki:
Ég er á leið í framboð fyrir Framtíðarlandið. Það hafa náttúrulega margir komið að máli við mig um þetta undanfarið. Og við erum búin að funda ég og Andri Snær, Ómar Ragnars, Jón Baldvin og Magga Sverris. Auk okkar verður svo amma mín á listanum og Bono skipar heiðurssætið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Facebook
Athugasemdir
gangi þér vel..
Ólafur fannberg, 6.2.2007 kl. 00:51
Hafðu skömm fyrir þennan titil á færslu!
Agnar Freyr Helgason, 6.2.2007 kl. 09:22
Hugguleg stúlka eins og þú ætti að reynast listanum vel ef þetta er rétt:
Úrslitin í háskólakosinginunum ráðast af útliti
Kv. Panama
Panama.is - veftímarit, 7.2.2007 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.