Ég sem fæ ekki sofið

Litli líkaminn minn er orðinn svo ruglaður að hann þekkir ekki mun á nótt og degi. Í kvöld svaf ég frá átta til hálfþrjú þegar Bjarnið kom að sofa. Ástæðan: 

Próflestur, en ekki hvað. Þá verður þetta svona slæmt. Þó hatast ég við rútínuna dags daglega. En það eru takmörk krakkar.

Nú á ég að vera að lesa hið heillandi fag kröfurétt II. Það er líklega það næsta sem ég hef komist andlegum dauða. Ég verð fullkomlega líflaus. Prófum þessi þrjú ár í háskólanámi fylgir yfirleitt mikið álag hjá mér yfir að gera ekki betur, eins og námsferillinn hófst glæsilega í grunnskóla og menntó. Mér líður ekki alveg nógu vel. Skal hætta að dramatísera núna, því eflaust er einhver að hugsa með sér "Hvað í djöflinum ertu þá að gera í lögfræði Anna Pála?" Ekki ómerkari kona en Vigdís Finnbogadóttir benti einhvern tímann pent á að fyrra bragði, að ég ætti að vera í hugvísindum. 

Lögfræði er bara svo ofsalega mikið tæki og lykill að samfélaginu okkar. Og sumt í henni er óendanlega heillandi. 

Það er samt ekki kröfuréttur. Nú ætla ég að fara og gubba á glósurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jordgubba þá eða?
nei uss þetta var of mikill aulahúmor svona snemma dags...

sandra ósk (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 06:56

2 identicon

Ég er gjörsamlega í sama pakkanum... þetta fag er leiðinlegra en tvöfaldur eignarréttur. Mér fannst líka verst þegar fyrningarkennarinn í gegnsæju skyrtunni byrjaði kennsluna á að tilkynna hvað fyrning væri nú leiðinleg. Þá er manni nú allri lokið...!

Laufey (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 12:12

3 identicon

Tek heilshugar undir þetta með að lesa undir kröfuréttinn. Kröfurétturinn er svo sem ekkert slæmur, en það er þessi krafa að þurfa læra þetta utan af og gubba þessu copy paste á próförkina, sem er svo hundfúlt að það tekur varla tali. Gangi þér vel.

Guggs (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 15:22

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Já, takk fyrir það! Don´t get me started með kennsluhætti í elsku deildinni okkar. En ég veit að það er vilji til að gera betur, hann er bara ekki allt sem þarf.

Anna Pála Sverrisdóttir, 7.5.2006 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband