Færsluflokkur: Sjónvarp
31.8.2006 | 01:00
Ja hérna. Eru bara Íslendingar að horfa á Rockstar?
beinlínis með handafli. Ekki það að hann sé ekki mjög góður. Bara
athyglisvert að hann er á toppnum núna en í neðstu þremur tvær síðustu
vikur. Vá, þetta lætur mann bara halda að ekkert margir séu að horfa
eða kjósa annars staðar. Ha?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2006 | 16:13
Ljósvaki Mbl í dag: Tímasóun fyrir byrjendur
Það er hins vegar allt hægt með tölvum nú til dags. Tölvan er að sjálfsögðu nauðsynlegt atvinnutæki fyrir að ég held meirihluta fólks á vinnumarkaði og fjöldi stúdenta notast við fartölvu við námið.
Fyrsta skref. Maður kveikir á tölvunni og opnar það sem maður á að vera að fást við, svo sem glósur og greinar sem tengjast náminu. Annað skref. Opna msn spjallforritið, ef það gerist ekki sjálfkrafa. Muna að bæta inn öllum sem maður þekkir og mörgum í útlöndum til að geta spjallað allan sólarhringinn. Þriðja skref. Opna tölvupóstinn sinn, lesa alla brandara vel og eyða miklu púðri í að svara pósti sem þarf ekki að svara. Taka til í pósthólfinu í neyð ef ekkert annað er að gera. Eiga kannski tvö pósthólf.
Fjórða skref. Skoða vefsíður allra fjölmiðla á tíu mínútna fresti og lesa ómerkilegar fréttir vel. Fimmta skref. Lesa öll pólitísk vefrit og pistla Egils Helgasonar vel. Sjötta skref. Taka bloggrúntinn og skoða blogg allra vina og vandamanna tvisvar á dag. Skoða líka bloggsíður fólks sem maður þekkir ekki. Blogga sjálfur um allt og ekkert. Sjöunda skref. Fá sér iPod ef maður á ekki svoleiðis. Eyða löngum stundum í að hlaða niður lögum og skipuleggja prógrammið. Mjög mikilvægt að hafa rétta tónlist við höndina, annars getur maður alls ekki lært. Áttunda skref. Hlaða niður asnalegum bröndurum og kvikmyndabrotum, jafnvel heilu sjónvarpsþáttunum til að létta sér stífan lestur. Níunda skref. Missa sig í að plana eitthvað sem má vel gerast seinna, en verður allt í einu mjög mikilvægt að skipuleggja. Tíunda skref. Kíkja á glósurnar?
Svo getur verið gott að leggjast upp í sófa eftir erfiðan vinnudag og horfa á eins og eina eða tvær endursýningar af Sex and the City eða Boston Legal.
Anna Pála Sverrisdóttir
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)