Færsluflokkur: Matur og drykkur
27.11.2006 | 12:01
Ástarkveðjur frá Ástralíu
Hvenær leigir kona sér húsbíl á Nýja-Sjálandi og hvenær ekki? Hvenær fer kona til Fiji og hvenær hættir kona við Fiji? Hvenær fer hún í vínsmökkun í Ástralíu eða í klifur upp á hafnarbrúna í Sydney og borgar fyrir það aur og annan? Og hvenær ekki? Ferðafélagið fundar auðvitað mjög reglulega um dagskrána og þessa dagana er margt um að hugsa. Á meðan eigum við þó ljúfa og afslappaða daga í Sydney.
Það er skrýtið að koma hingað "niður" og vera bara komin til þess sem við köllum Vesturlönd. Margt sem minnir á England. En hver staður hefur auðvitað sinn sérstaka sjarma. Ég gæti sagt að Sydney sé Sjarma. Tröll.
Sydney er þannig borg að það er svo gott að slappa af hérna og njóta mannlífsins. Stundum þarf maður líka bara að sofa. Mikið. Þegar svoleiðis stendur á er gott að búa á góðu hosteli. Aftur með fjórum karlmönnum í herbergi. En þeir eru ljúfir sem lömb, nóg pláss og gluggar í herberginu og hreinlæti og öryggismál til fyrirmyndar. Semsagt eins og best verður á kosið þótt við herbergisfélagarnir eigum til að trufla hvert annað þegar við komum heim á mismunandi tímum nætur. Huhumm. Við B erum klárlega ekki verstar í því þrátt fyrir að hafa kíkt aðeins á djammið með fabulous fólkinu við sjávarsíðuna.
Mannlífsflóran er fjölbreytt og eiginlega er það mannlíf, mannlíf, mannlíf út um allt hérna. Sérstaklega gaman að rölta um borgina þessa liðnu helgi. Mismunandi mannlíf eins og stórborg sæmir. Frábær hverfi eru Paddington og Newtown, með afslöppuðu bóhem-ívafi. Þið vitið, flottar öðruvísi fatabúðir og second hand bókabúðir, endalaust af kaffihúsum og veitingastöðum með mat alls staðar frá. Enginn McDonalds sjáanlegur. Sem er fínt.
En nú ætla ég að koma þeim á óvart sem þekkja mig. Hefði líklega ekki látið sjá mig þar inni nema öskrandi og sparkandi hér áður. En í ferðinni hefur alveg komið fyrir að við höfum borðað á Makkanum. Það er nebbla svo ódýrt. En ekki á Íslandi og missir þar með marks. Og ég get upplýst að það var hreinlega gaman að borða á McDonalds í Indlandi. Úrvalið var mjög skemmtilegt því auðvitað var ekkert nautakjöt. Allskonar grænmetis- kartöflu og ostamöguleikar í staðinn.
Og talandi um Indland. Ferðafélagið hefur komist að niðurstöðu: Indverskur matur. Líklega besti matur í heimi. Eða svona, þið vitið. Auðvitað er fjölbreytnin best og við fengum líka magnaðan japanskan og indverskan mat til dæmis. En indverski maturinn er alveg magnaður. Hvernig er hægt að elda kartöflur og baunir þannig að maður geti borðað endalaust? Ég sakna asíska matarins alveg ferlega þótt úrvalið af honum sé reyndar gott hér í Sidney. Bara aðeins dýrara en 35 krónur hjá götusala í Taílandi.
---
Bíddu. Það var víst verið að ræða Sydney. Svo nokkur atriði séu hér afgreidd:
-Óperuhúsið er líka rosalega flott að innan. -Höfnin er jafn flott og í bíómyndunum. Væri ekki slæmt að eiga hús með útsýni yfir höfnina eins og Nicole Kidman og fleiri. Þyrfti samt ekkert að vera við hliðina á Óperunni.
VIÐ ÆTLUM Á BRIMBRETTI Á MORGUN!
Matur og drykkur | Breytt 28.11.2006 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.11.2006 | 23:30
Asía yfirgefin & Jólasveinninn tryllir lýðinn í Sydney
Ég hefði getað bloggað úr flugvél í fyrrinótt. Flugvélinni á leið frá síðasta Asíulandi ferðarinnar. Bravó fyrir Singapore Air, besta flugfélagi heims skv. lesendum Condé Nast Traveller. Og bravó fyrir borginni sem við flugum til. Bestu borg heims skv. sömu lesendum. Sydney lofar nokkuð góðu.
Rökum nóttum í Singapore var eytt í kompaníi fjögurra karlmanna. Í tíu gluggalausum fermetrum. Backpackers Cozy Corner er ekkert ofsalega kósý en vel staðsett og mjög ódýrt. Vantaði pínu upp á hreinlæti og öryggi, en hver er að velta sér upp úr svoleiðis.
Sérlega smart að labba af þessum líklega ódýrasta gististað borgarinnar á dýrustu hótelin í kokkteila. En það er víst lélegur túristi sem heimsækir Singapore án þess að fara í Singapore Sling á Long barnum á Raffles hótelinu þar sem sá drykkur var fundinn upp.
Pínulítil eyja. Engar náttúruauðlindir. En eitt þróaðasta og metnaðarfyllsta ríki heims. Asíuland með sterka innviði samfélags, öfluga heilsugæslu og eitt besta menntakerfi sem finnst. Ýmsir hlutar Asíu, nýlendutími undir breskri stjórn og nútími í einum hrærigraut. Singapore gerir mann forvitinn. Hvernig virkar þetta land? Lítill fugl hefur hvíslað því að metnaðarfull stjórnvöld (með sama flokk við stjórnvölinn frá lýðveldisstofnun fyrir ekki svo mörgum áratugum...) réttlæti átroðslu á stjórnmálalegum og borgaralegum réttindum að einhverju marki. Allir hafa náttúrulega heyrt um himinháar sektir fyrir að henda rusli á götuna eða reykja á vitlausum stöðum. En borgin er líka óaðfinnanlega hrein. Og tilfinningin að fólki líði almennt vel. Lesa meira um stjórnmálin og stjórnkerfið þegar tími gefst til.
Og það var gaman að sjá metnaðinn. Singapore er ekki fjölmennt land/borg. En leik- og tónlistarhúsið þeirra við sjávarsíðuna, umdeilt og kostnaðarsamt, var algjör perla. Þótt ekki gæfist tími til að sjá eða heyra að þessu sinni var gaman að skoða "Esplanade"að innan og utan. Mannlífið beintengt með hönnunar- og súkkulaðibúðum, kaffihúsum o.fl. Fullkomið bókasafn helgað leikhúsi, tónlist og kvikmyndum fléttað inn í og nóg af listaskólastúdentum að læra þar. Verið að byggja yfir listaháskóla þarna nálægt ef maður sá rétt. Hugsað stórt.
Fyrst við erum að ræða borgarskipulag. Stundum er amast við að útlendingar myndi sjálfstæð samfélög innan þess sem þeir búa í. En ef til verða hverfi sem heita Little India og Chinatown, þá set ég a.m.k. báða þumla á loft. Í Singapore renna þessi hverfi vel saman við aðra borgarhluta. En þau gefa borginni svo mikinn aukreitis lit og bragð.
Í Singapore var verið að jólaskreyta. Í Japan í byrjun mánaðarins var komið jóladót í margar búðir. Og í gærkvöldi (nú er miðnætti á Íslandi og klukkan að verða tíu hér) var kveikt á aðaljólatrénu í Sidney. Ástralir búa sig undir sumarjól og mættu á torgið að syngja Heims um ból í stuttermabol með jólasveinahúfu. Löggan tók sig ekki alvarlegar en að mæta með jólasveinahatta og setja hreindýrshorn á hestana sína. Hvað ætlar lögreglan í Reykjavík að gera þegar norska jólatréð kemur? Eða er það komið?
Og Asía að baki eftir tveggja mánaða flakk. Svipmyndir í hausnum. Karlmenn að leiðast í Indlandi. Gulur litur um allt í Taílandi af því kóngurinn fæddist á mánudegi og gulur er mánudagslitur. Kínverjar sem velta sér ekki upp úr kurteisisveseni og troða sér fram fyrir í öllum röðum -maður kemst inn í þetta smám saman. Japanir sem eru duglegastir og vinnusamastir en detta líka rosalega í það öðru hvoru -kannski mótvægi og hljómar eins og þjóð sem maður þekkir ágætlega. Nepalinn í fyrirframákveðna hjónabandinu sem skildi ekki alveg hvernig deitmenningin virkar á Íslandi -en hafði leyft syni sínum að giftast af ást. Og Singapore-búar sem deyja ekki ráðalausir og sólarstrandarlausir og flytja bara inn sand og planta pálmatrjám til að búa til skemmtiferðaeyju.
Matur og drykkur | Breytt 24.11.2006 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2006 | 18:13
Haustið í Peking
Það er eitthvað bogið við að vera hálfkalt í Sumarhöllinni.
*Ímyndið ykkur að slegið sé á risastóra málmgjalltrommu.* Við erum mættar til Kína. (Án þess að missa af fluginu.)
Persónulega eru það viss tímamót að heimsækja þennan risa í austrinu. Ástæðan er sú að af einhverjum ástæðum hef ég í fortíðinni verið miklu minna spennt fyrir Kína en flestum öðrum löndum, að minnsta kosti þeim sem við höfum heimsótt fram að þessu. Það er erfitt að segja til um hverju. Kannski hugsunin um fjölda án sérkenna? Líklega hefur "Beijing," í merkingunni kínversk stjórnvöld mikið að segja. Kúgunin á íbúum Tíbet, ofsótti Falun Gong leikifimihópurinn sem ég mótmælti með af heilum hug heima fyrir nokkrum árum... Og kannski það versta af öllu: Hugsanalögreglan.
Við fyrstu sýn náði Peking ekki sérstaklega vel til mín eftir mögnuðu Tókýó. En það var líka í gegnum bílrúðu á leið frá flugvellinum, á degi þar sem mengunin sýndi enga miskunn og allt var grátt. Auk þess sem Anna Pála var þunn og þreytt eftir Japan Grand Finale.
Síðan þá hef ég reynt að vinna bug á fordómunum. Og viti menn. Það er fleira til í Peking en stjórnvöld og mannþröng.
Mannþröngin er vissulega til staðar en í henni eru, jú, einstaklingar. Maðurinn á hraðferð sem gaf sér samt tíma til að beygja sig eftir lestarmiðanum mínum og brosa. Öldungurinn í Maó-búningnum með allt sitt í pinklum og plastpokum í lestinni, vísast að flytja til borgarinnar eins og allir. Magadansmærin á mið-austurlenska staðnum í gær sem seinna um kvöldið sást yfirgefa staðinn í ullarpeysu.
Og það er orka í þessari borg, því er ekki logið. Rosaleg þensla. Á Torgi hins himneska friðar blakta tugir eldrauðra fána við hún og Maó horfir á með vökulum, risastórum augum af hliðinu inn í Forboðnu borgina. En á torginu eru líka Ólympíufígúrurnar fyrir 2008 búnar að koma sér fyrir og verið er að fjölga í neðanjarðarlestakerfinu úr þremur leiðum í ellefu. Hálf Forboðna borgin sést ekki fyrir stillösum en það sem er komið úr andlitslyftingu lítur vel út.
Mitt í allri "allt að gerast" stemmningunni er Sumarhöllin á sínum stað. Hún er svo ofsalega falleg.
Pekingöndin í fyrrakvöld var dásamleg. Dásamleg, dásamleg. Maturinn miklu betri en ég átti von á. Félagsskapurinn ekki verri. Við erum svo heppnar að tvær yndislegar kínverskustúdínur hafa skotið yfir okkur íslensku skjólshúsi. Og tóku með okkur íslenskt djamm í Peking í gær þar sem endað var á Torginu ásamt svona þrjú þúsund Kínverjum að horfa á fánahyllingarathöfn við sólarupprás. Upplifun.
Og níu milljón reiðhjól.
29.10.2006 | 17:00
"Bara i Japan!" -Tetta er allt svo bjutiful..
Eg elska Japan. Elska tad. Japanir eru svo surir i hausnum. I engu odru landi a madur jafn morg svona augnablik: "Va. Hvergi annars stadar!" Meira ad segja einfold klosettferd er upplifun herna. Menn eru alltaf bunir ad hugsa einu skrefi lengra.
Bara i Japan 1: Love Hotel Hill. Fyrir lostafull por sem bua i pinulitlum ibudum med foreldrum sinum langt fram eftir aldri. Haegt er ad kaupa bara "rest" a hotelinu i nokkra klukkutima. Veit ekki hversu mikid folk er ad hvila sig i alvoru. Sum hotelin bjoda upp a ad sja myndir af ollum herbergjunum i anddyrinu og sum eru temmilega kinky. Svo labba hamingjusom por ut eins og fatt se sjalfsagdara.
Bara i Japan 2: Klosett a kaffihusi bydur upp a sotthreinsun ad sjalfsogdu og liklegt er ad a klosettinu seu margir takkar, svo madur getur skolad a ser rassinn og svona ef a tarf ad halda. Ekki lagt i tad ennta. Svo er spilud tonlist inni, eda klosettid byrjar ad bua til hljod um leid og tu sest svo folk fyrir utan heyri nu alveg orugglega ekki hvad madur er ad gera. Og svo framvegis.
Bara i Japan 3: Gullni kukurinn. A leid i hofin fraegu i Asakusa hverfinu er tessi magnada bygging sem heitir sama og japanski bjorinn; Asahi. Raunar er lika til dagblad med sama nafni en ordid tydir morgunsol ad mer skilst. Fraegur arkitekt hannadi bygginguna, tori ekki ad fara med nafnid ef tad reynist rangt hja mer. Ofan a hana atti ad fara risastor gullhudadur n.k. eldslogi. Tetta gekk ekki upp verkfraedilega. A endanum turfti ad leggja eldtunguna a hlidina. Nu er tetta kallad Golden Poop.
Bara i Japan 4: Ekki halda ad allt sem er Bara i Japan tengist klosettum eda kynlifi sbr lid 1-3. Vorukynningar a fornum vegi med folki i buningum ad kalla med roddum eins og i teiknimyndum, ljosaskilti i skrilljonasta veldi vid tad sem madur tekkir, og og og.
Merkilegt: Island var i frettum i Japan fyrir nokkru. Tad totti stortfrett herna tegar Bandarikjaher yfirgaf pleisid, enda alls ekki allir Japanir sattir vid veru tess sama hers herlendis. Man ad utanrikisraduneytid sem eg skodadi fyrir tveimur arum, notadi mjog mjog mikid plass undir Bandarikjaskrifstofuna.
Japanir kunna ad lifa i fjoldanum. Tegar eg kom til Japan (hitt landid sem eg hef komid til i tessari ferd fyrir utan bna) i fyrsta skipti hafdi eg miklar ahyggjur af innilokunarkennd med ollu tessu folki. En nei. Tu labbar yfir torgid i Shibuya, sem er mannmargt og skemmtilegt hverfi i Tokyo, og svona trju tusund adrir labba yfir torgid um leid. Og enginn rekst utan i tig. Allir ad taka tillit. Og ad athuga hvort tad se ekki orugglega allt i lagi med tig og hvort tu vitir hvert tu ert ad fara.
Fyrir ta sem fila ad studera mannlifid er Tokyo edal. Nokkrar skemmtilegar typur eru skjaldbokukonurnar -pinulitlar gamlar konur med hufur eins og skjaldbokur i teiknimyndum, flissandi skolastelpurnar, Louis Vuitton konurnar og bissnesskallarnir -serstaklega ef teir eru fullir. Og allir, ungir sem gamlir i simanum ad senda sms, tolvupost, leika ser eda allt hitt sem tu getur gert.
Nu. Er ekki konan bara stodd i heimahusi tegar tetta er skrifad. Slikt hefur ekki gerst sidan i Cambridge, Englandi, saellar minningar og Bloemfontein, S-Afriku i bodi okunnugra. Storvinkona min Yuriko Shibayama, meistaranemi i skandinaviskum fraedum og fjolskylda hennar bua i utborg Tokyo, Yokohama. Tau fara med okkur Barboru eins og fordekrada krakka. Alveg afsloppud samt, en vilja sumse allt fyrir okkur gera. Pabbi hennar Yuriko er efni i sjalfstaeda mannlysingu.
"Japanskir morgnar mjukri birtu stafa," orti gott skald eitt sinn a islensku. A morgun og hinn reynir a ta fullyrdingu...
Goda nott.
E.s. Eg er eins og barn a jolum tegar eg fae "komment ad heiman." Tad gildir jafnt um okunnuga og ommu mina!
E.e.s. Japanski maturinn er svo godur. Hugsa ser ad lenda heima hja listakokki.
20.10.2006 | 17:22
Eins og fiskur i vatni
Sund medal hakarla, balfor ad haetti hindua, paradisareyja og Mt. Everest er medal tess sem a dagana hefur drifid ad undanfornu. Ja, eg veit tad er langt sidan sidast -haettidi ad bogga mig :) Er lika komin med skirteini uppa kafararettindi nidur a 18 metra dypi i millitidinni svo eitthvad se nefnt.
Nepal var, serstaklega eftir a ad hyggja, alveg otrulega ahugavert land ad fara til. Ad taka tad a stuttum tima reynir a, tvi eins og tetta er frabaert land er tad lika tridjaheimsland. Vegagerd og farartaeki i samraemi vid tad. En tad er samt tess virdi ad keyra tjodveginn milli Kathmandu og Pokhara, hanga utan i snarbrottum fjollum, og horfa nidur ad anni sem rennur medfram veginum. Aldrei hefur ordid "lif-aed" talad jafn mikid til min og tar. Tad var folk alls stadar, ekki bara medfram anni, heldur uti i henni lika. Folk ad tvo tvott, folk ad bada sig, folk ad safna grjoti, folk ad gefa buffaloum ad drekka, folk ad veida ef eg sa rett...
Tad er magnad hversu mikid ma gera a einum degi (tratt fyrir ad alls ekki se haegt ad hafa alla daga svoleidis.) Einn dagur i okunnu landi getur gefid manni eitthvad til ad hugsa um i margar vikur. A tessum eina degi getur einn klukkutimi farid i ad rolta upp ad hinduahofi. Og tad er ekki bara enn eitt hofid, heldur utfararstadur lika. Madur situr a arbakkanum hinu megin, reynir ad gera sig osynilegan en getur ekki annad en fylgst med. Myndavelin fer ekki hatt upp og madur dirfist ekki ad faera sig naer til ad na myndum af logunum -ekki hefdi eg viljad hafa turista vidstadda jardarfarirnar hja ommu og afa i vor. Tad hefdi verid blatt afram faranlegt. En i Kathmandu kipptu menn ser litid upp vid ta. Og Everest kippti ser litid upp vid okkur flugurnar sem sveimudum kringum kollinn a risanum.
"Aetli eg fari einhvern timann aftur hingad?" Er spurningin sem madur spyr sig tegar flugvelin tekst a loft og enn eitt landid liggur ad baki. Svarid er ovist og tad eina i stodunni er ad njota medan madur hefur.
----
Og nu er tad Thailand. Og eg eins og fiskur i vatni ef svo ma segja. Ekki bara nedansjavar. Hins vegar er litil paradisareyja med faum turistum og med allra bestu kofunaradstaedum i heimi ekkert mjog slaemt mal. "Open Water Diver Certificate" kostar mikla vinnu i boklegu og verklegu nami, en tad er ekki leidinlegt nam sem felur i ser ad vera 45 minutur i einu nedansjavar og lida eins og i risastoru fiskaburi. Med hakorlum og alles tegar komid var nidur a atjan metrana (ja eda eiginlega tuttugu, alveg ovart).
Bangkok. Nutimi. Austur hittir vestur. Andstaedur, ja. En tegar madur paelir i tvi, andstaedur eru lysandi fyrir marga stadi. Su lysing a ekki sidur vid um Tokyo sem er naesti afangastadur og einn af mjog faum a leidinni sem eg hef komid til adur. Tar hittist lika austur og vestur, gamalt og nytt. En lika a allt annan hatt en herna.
Eg held ad vid Islendingar hofum ekki ad ollu leyti mjog motadar hugmyndir um Thailand. Finnst eins og kynlifsturismi og neikvaed vidhorf seu svolitid dominerandi, er tad kannski vitleysa? Allavega eru Thailendingar upp til hopa aedislegir, maturinn er godur og snyrtimennskan alls stadar i fyrirrumi. Oryggistilfinning. Endalaust haegt ad sja, gera, smakka, fara... Og versla. Va. Eg hef varla sed eins mikla verslunarmoguleika saman komna a einum stad og herna hinu megin vid gotuna. Tetta er bara alveg tryllt. Ef eg aetladi ad eyda, sem ad sjalfsogdu passar ekki inn i planid, myndi eg varla vita hvar aetti ad byrja.
Heimsklassahonnudir i hvada vorutegund sem er. Ferrari bill eda Bang & Olufsen graejur, MacBook fartolva eda Armani dressid. Hvad sem er i nokkrum verslunarmidstodvum.
Og yfir ollu vakir kongurinn sem er ekki bara miklu, miklu vinsaelli her heldur en i Nepal heldur nanast i gudatolu.
8.10.2006 | 18:03
Djammid i Delhi og haldid i att til Himalaya
Litla dansgolfid er krokkt af folki. Barinn er dimmur og ljosin blaleit. I graejunum: Shakira. A golfinu: 80% karlmenn. Hreyfingarnar: Hendur upp fyrir haus og mjadmir i hringi.
Svona svipad og menntaskolastelpur sem eru adeins ad vekja athygli hja strakunum (ja, orugglega eg lika einhvern timann). Summer of '69 sett a foninn og allt tryllist. Tetta er med tvi allra fyndnasta. For aldrei svo ad madur skellti ser ekki adeins a djammid i Delhi, sidasta kvoldid i Indlandi.
Delhi kom anaegjulega a ovart midad vid bitra reynslu af ad fara tar i gegn fyrir viku sidan. Nyja-Delhi sem Bretarnir byggdu, minnir a evropska storborg. En svo tarf ekki ad fara lengra en inn i gomlu muslimsku Delhi til ad finna indverska hjartad sla. Rauda virkid mikilfenglegt (ekki fyrsta virkid sem skodad var..) Ad tessu sinni var madur a ferd a fostudagskvoldi um sexleytid. Mogulahallirnar flottar, tad vantadi ekki.
En ad hitta fyrir tilviljun a stortonleika og danssyningu i tilefni 350 ara afmaelis virkisins? Hvad gerir madur tegar i ljos kemur ad tessi vidburdur er ad hefjast, verid er ad stilla ljosasyninguna a marmarahollunum og fullt tungl ad koma upp -og i ljos kemur ad longu er uppselt? Ju, madur kjaftar sig ut ur malinu og verdur annar tveggja sem ekki hafa adgongupassa en sitja ta samt asamt hinum tusundunum.
Ef tid farid til Delhi, ekki missa af Indira Gandhi Memorial. Safnid er stadsett tar sem hun var skotin, a sinu eigin heimili af eigin lifvordum. Aldrei farid i gegnum allt tilfinningalitrofid einfaldlega af ad skoda eitt einfalt safn. Indira do 1984, ari eftir ad eg faeddist, svo eg man hana ekki. Eg vissi greinilega allt of litid um hana. Tad mun breytast. Stormenni i mannkynssogunni.
Ein af fjolmorgum nidurstodum um Indland: Tetta land er svo mikil askorun. Svo margt sem heillar mann og dregur ad. Svo margt sem er erfitt og frustrerandi. Indland laetur mann ekki i fridi. Tad gerir rikisbaknid tar ekki heldur tott hlutir eins og umferdarmenningin venjist. Mig langadi svo til ad taka til hja teim ad eg atti erfitt med mig. Held ad naest tegar Oli fer i heimsokn til forsetavinar sins, aetti hann ekki ad taka med ser islenskt grjot eda hardfisk, heldur Margreti S. Bjornsdottur og lana teim hana i eins og eitt ar.
---
Og nu er tad Nepal, nagranninn i fjollunum. Alltaf verid med fidrildi i maganum yfir tessu landi. Tad er hreint, afslappad, svalandi eftir Indland. Adeins litill hluti Kathmandu verid skodadur, en tad er bara byrjunin... Kemur a ovart med urval af veitingastodum og kaffi/bjorstodum, skemmtilegum budum og heimsborgarabrag. En svo man madur allt i einu, tegar einhver brosir og bydur "namaste," godan daginn. Eda tegar fridarvidraedur konungs og maoista eru a forsidu dagbladanna. Ad eg er i Kathmandu. Tetta er bara stadur og hann er svona og svona og madur hugsar ekki endilega ut i tad tegar madur gengur um goturnar. En stundum er ekki haegt nema brosa uti annad -eg er i Kathmandu!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.7.2006 | 11:04
Stundum bara borgar sig ekki að spara.
Mér urðu á þau skelfilegu mistök að fjárfesta í Euroshopper súkkulaði. Það gerðist í síðustu viku og enn er þetta súkkulaði til staðar í vinnuhillunni og ber þar með nafnið "varabirgðirnar" með rentu. Varabirgðirnar eru yfirleitt mun fljótari að hverfa.
Í gær fékk Sigga að ganga í varabirgðirnar og sakar mig nú um að hafa reynt að eitra fyrir sér.
Ég sem kíkti á kakóinnihaldið og það reyndist vera a.m.k. 56% sem ætti að vera merki um gæði. En kakó er víst það ekki sama og kakó. Svipað og með kaffibaunirnar.