Færsluflokkur: Femínismi
19.6.2007 | 13:31
Góður dagur
Vúhú kosningaréttur. Vúhú jafnrétti. Áfram stelpur. Gleðilegan 19. júní!
Ég var miklu skemmtilegri á þessum degi í fyrra en ég er núna og vitna því í sjálfa mig 2006 og hana Sögu, sem er skemmtileg að vanda árið 2007.
10.3.2007 | 18:44
Skemmtileg kenning
26.2.2007 | 17:49
Valið milli vinstriflokka
Gömlu félagarnir mínir í VG hafa greinilega átt góða helgi. Til hamingju með það kæru vinir. Augljóslega hefur munað mikið um að ég skráði mig úr flokknum fyrir um ári, því leiðin hefur legið beint upp á við hjá þeim síðan. Að vísu skráði ég mig aftur í smátíma þar sem mér fannst ég eiga nógu mikið í flokknum til að fá að kjósa í forvali.
Nú er ég óflokksbundin, íhugandi og fréttaskrifandi í bili (og hvort sem er ekki viljað taka beinan og virkan þátt í flokksstarfi meðan ég hef verið í fréttaskrifum). Traustustu heimildamenn hafa talið mig gengna til liðs við Samfylkinguna. Það er rétt að ég hef daðrað við það. Hins vegar hef ég ekki tekið skrefið ennþá og verið eitthvað hikandi. Get ekki sett puttann á nákvæmlega af hverju. Tilfinningar (Tilfinningar! segi það og skrifa. er í lagi heima?..) kannski átt einhvern þátt. Erfitt að slíta sig frá einum flokki og hefja starf með öðrum. Sérstaklega þegar maður vill eiginlega helst af öllu eiga eitthvað í báðum flokkum. Vinna með góðu fólki úr báðum.
Sama hvað öllum mótrökum líður, og þau þekki ég ágætlega, hefði ég a.mk. viljað sjá tilraun gerða til að vinna saman í einu framboði. Í menntó hugsaði ég sem svo að það hefði nú einu sinni farið þannig að það var ekki gert. Maður þyrfti þá bara að velja á milli þess sem var orðið til. En ég held að það sé fjöldi fólks sem finnst þetta val á milli erfitt og jafnvel óþarft. Betra að sameina kraftana. Ég vil ekki gefast upp í þeirri viðleitni. Ágætis byrjun væri ríkisstjórnarsamstarf frá og með maí.
---
Ég átti helgarumfjöllun á Vefritinu og ákvað að fjalla um klám. Skoðaði klámsíður o.fl. í þeim tilgangi. Þetta var alveg ferlega erfitt og mér eiginlega búið að líða hundilla því ég var að skoða og lesa um dapurlegri hluti en ég hefði átt von á. Fyrir var ekki alveg bætandi á jafnvægisleysið hjá mér. En afraksturinn birtist s.s. á Vefritinu og er þar m.a. birt athugasemd klámsíðuhaldara um "sögu dæmigerðrar klámhóru."
---
Til hamingju með útskriftina Bjarni Már. Eins og þú hefur verið óþreytandi við að segja mér: Þú ert flottastur. Kallinn s.s. heima í nokkra daga til að útskrifast sem MA í alþjóðasamskiptum. Telur sig verða orðinn Grandmaster þegar hann klárar mastersnámið í Miami.
Femínismi | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2007 | 22:07
Helgin..
.. Var góð. Á dagskrá var m.a:
1. Á föstudeginum listakynning Röskvu. Það var magnað að standa úti í sal, grenjandi af stolti og búin að klappa af sér hendurnar fyrir þessu fólki sem ég átti að þessu sinni engan þátt í að stilla upp á listann. Nema hvað. Þetta er samt afburðagóður listi, alveg eins og sá í fyrra sem er ennþá í framboði. Þetta fólk á eftir að stjórna Stúdentaráði frábærlega. Bendi á þessa grein hans Kára, sem er í fyrsta sæti í ár, á Vefritinu.
2. Á laugardeginum Önnukvöld til minningar um ömmu sem dó í fyrravor. Haldið á ofurstemmningarstaðnum Sægreifanum að frumkvæði n.k. fóstursonar hennar, Svenna Sveins, sem er snillingur eins og amma var. Humarsúpa. Söngur. Í bæinn með mömmu og pabba og vinum þeirra á eftir. Gaman. Hluti úr Gróskumálþingi var líka gaman. Oddný Sturlu fór á kostum með erindi um femínisma og jafnaðarstefnuna.
3. Á sunnudeginum vinnan. Þið eruð alveg ágæt.
Femínismi | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 16:49
Ég styð Höllu í formann KSÍ
Halla Gunnarsdóttir býr yfir u.þ.b. öllum þeim kostum sem mér getur dottið í hug að formaður KSÍ þurfi að hafa. Fyrir nú utan hvað hún er sæt og sexý stelpa.
Áfram Halla.
Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Femínismi | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.8.2006 | 21:23
Fjölmiðlagleðikonur og annað gott fólk
Er ekki málið að ná sér í köfunarréttindi í t.d. Taílandi? Ég hef alltaf verið mjög spennt fyrir sportköfun.
Og talandi um. Hús Sportkafarafélagsins var vettvangur magnaðrar gleði á föstudagskvöldið. Að vísu ekki eitt sér, því þegar skráningar á Útihátíð fjölmiðlakvenna voru komnar fram úr öllum væntingum var húsið löngu sprungið utan af okkur. Því var brugðið á það ráð í panikkinu á föstudaginn að leigja tjald frá Seglagerðinni Ægi. Þegar tjaldinu hafði verið komið upp (með mínum berum höndum og einstakri verkkunnáttu) var þetta frábær partýaðstaða og mjög gott flæði milli tjalds, verandar og húss. Fullt af útikertum og útsýnið yfir Nauthólsvíkina settu punktinn yfir i-ið.
Rúmlega hundrað fjölmiðlakonur skemmtu sér konunglega og voru hver annarri skemmtilegri að tala við. Þið eruð magnaðar. Þar á ég ekki síst við skemmtinefndina en í henni voru Áslaug Skúla, nýskipaður vaktstjóri á fréttastofu RÚV, Lillý Valgerður trúnaðarmaður á NFS og Arna Schram þingfréttaritari Moggans og formaður Blaðamannafélagsins. Þær eru sérlega magnaðar og má þá sérstaklega nefna hér hvað Arna er mögnuð í bólinu.* And then me, óbreyttur veikgeðja hlutastarfsblaðamaður á fréttadeild Moggans! Ég er strax byrjuð að hlakka til á næsta ári.
Fréttir af fólki:
Magnús Már Guðmundsson félagi minn býður sig fram til embættis formanns UJ (á heimasíðu Samfó stendur reyndar að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti -efast ekki um að Solla sé orðin hrædd). Kvennaskólapían Maggi Már var einu sinni gaurinn í næsta húsi. Nú er hann bara öðlingur. Hann á allan minn stuðning í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þ.m.t. þessu.
Vigga vinkona kom heim frá París, sá og sigraði og rústaði prófi í stjórnskipunarrétti með glæsilegri einkunn. Til hamingju elskan, ég er eins og stolt mamma.
Sandra farin "heim" til Svíþjóðar ásamt Alexander Kóríander og farin að nema jarðfræði meðfram djass-sellóleiknum. Þeirra er auðvitað strax saknað.
*Hluti þessarar færslu er byggður á munnlegum heimildum, ekki reynslu höfundar
Femínismi | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2006 | 17:56
Er allt að fara til andskotans í þessu landi?
Mér reiknast svo til að Þorgerður Katrín sé fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands. Þótt aðeins sé um tvær vikur að ræða að þessu sinni, er þetta samt merkilegur áfangi. Ég segi bara til hamingju Þorgerður og til hamingju við öll. Meira svona! Við öfgafemínistar fögnum gríðarlega.
Annars er ég að fara norður skv. skyndiákvörðun fyrir hálftíma síðan. Magnað. Hefði auðvitað dregið Bjarnið austur, en sá vægir sem vitið hefur meira eða þannig. Svo á maðurinn lítið eftir að hitta foreldra sína næsta árið. Biðja ekki allir að heilsa Brynjuísnum?
Þorgerður Katrín gegnir störfum forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2006 | 01:49
Halló
Ég vil koma einu á framfæri sem mér finnst alveg afspyrnu hallærislegt. Var að vesenast inni á vísi.is um daginn og datt niður á að lesa grein eftir Völu Bjarna sem oft er með mjög góða punkta. Allavega. Vinstra megin á síðunni sést yfirlit yfir alla fasta penna Fréttablaðsins. Af þeim eru listaðir 25 karlar og 6 konur. Konur semsagt 19.4% fastra penna. Ég veit að margir þessara penna skrifa ekki fyrir blaðið lengur. En í "uppsöfnuðum skrifum," eins og uppsöfnuðu áhorfi speglast samt raunveruleiki. Veit einhver hver þessi hlutföll eru núna?
Nú veit ég mjög vel að fjölmiðlar landsins eru allir frekar hallærislegir í jafnréttismálum og minn er þar síst undanskilinn, hvað varðar t.d. kynjahlutföll á ritstjórn og í ekki síst í stjórnunarstöðum. Hef þó tröllatrú á að það lagist á næstu árum skv. nýlegri stefnubreytingu. Styrmi virðist full alvara með þetta, sbr: "Við eigum að hætta að leita að útskýringum og afsökunum og einfaldlega gera eitthvað í þessum málum." Ég er mjög ánægð með þessa afstöðu og bíð spennt.
Fréttablaðið virðist að mörgu leyti vera að koma til og í fljótu bragði myndi ég segja að þar standi jafnréttismálin best af fjölmiðlum landsins. Tvær konur af þremur fréttastjórum til dæmis. Spennandi að sjá hver verður látin/n fylla skarð Sigurjóns, er ekki Arndís Þorgeirsdóttir vel að því komin?
Að sjálfsögðu er svo ekki hægt að ráða konu sem aðalritstjóra á neinu þessara blaða.
2.7.2006 | 20:43
Ég er femínisti...
... Ég má segja karlrembulega brandara. Annars er latastelpan.is voða skemmtilegt vefrit. Líka voða skemmtileg mynd af voða skemmtilegri stelpu efst á þeirri síðu eins og stendur.
Og af hverju í andsk get ég ekki gert línka lengur inni í textanum? Vill einhver svara því!
Femínismi | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2006 | 00:23
Öll í bleiku í dag - "Atkvæði eigum við í hrönnum"
Í dag er 19. júní og við minnumst þess þegar konur fengu kosningarétt. Í tilefni dagsins ætlum við að sýna að við styðjum jafnrétti í verki og öll klæðast bleiku, bera eitthvað bleikt eða gera eitthvað bleikt. Hlakka mjög til að sjá hvaða útfærslu Moggafólk hefur kosið, eftir áminningu í tíma frá sjálfri mér á föstudaginn sem innihélt m.a. að þeir sem ekki tækju þátt væru fasistar og feðraveldi (og að þessi brandari væri í boði Baugs).
Einhverjir hafa nefnt að notkun bleika litarins sé arfavitlaus og eingöngu til þess að negla niður staðalímyndir. Réttmæt athugasemd en að mínu viti er ástæðan á þessa leið: Femínismi snýst um frelsi kvenna, ekki bara réttinn til að verða nákvæmlega eins og karlar. Leiðin í átt til virðingar fyrir því sem kvenlegt er felst í að við berum jafnmikla virðingu fyrir því og karlamenningu. Þess vegna upphefjum við bleika litinn.
Ég kann ekki að fagna deginum á þessu bloggi betur en með eftirfarandi, sem raunar var samið fyrir annan góðan dag. Það er rosalega gaman að kunna þennan texta við góð tækifæri. Sem minnir mig á að í nótt "kom á daginn" að Steindór kann textann við "Girls just wanna have fun" betur en ég.
ÁFRAM STELPUR!!!
Í augnsýn er nú frelsi,
þó fyrr það mætti vera
nú fylkja konur liði
og frelsismerki bera
stundin er runnin upp
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori, get og vil.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori get og vil.
Seinna börnin segja
sko mömmu hún hreinsaði til
og seinna börnin segja
þetta er einmitt sú veröld sem ég vil
En þori ég, vil ég, get ég?
já ég þori, get og vil!
en þori ég, vil ég get ég?
já ég þori, get og vil!
Áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur
og við gerum breytingar.
Atkvæði eigum við í hrönnum
komum pólitíkinni í lag
sköpum jafnrétti og bræðralag.
Áfram stelpur, hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn í.
Byggjum nýjan heim með höndum
hraustra kvenna í öllum löndum
látum enga linku vera í því.
Börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.
Stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
Ef baráttu að baki áttu
berðu höfuð hátt og láttu
efann hverfa 'unnist hefur margt.
Þó er mörgu ekki svarað enn:
því ekki er jafnréttið mikið í raun,
hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?
Í augsýn er nú frelsi,
og fyrr það mátti vera,
ný fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori, get og vil.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori get og vil.
Femínismi | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)