Hún segir/hún segir um Guantánamo

Það getur náttúrulega ekki klikkað að hrúga saman fjögur eða fimm hundruð hressum konum á einum fallegum stað. Ég átti semsagt frábæra helgi sem byrjaði á Tengslaneti kvenna á Bifröst á fimmtudaginn og var síðan eytt í faðmi Ungra jafnaðarmanna útí sveit.

Tengslanetið var sama snilldin og fyrir tveimur árum. Judith Resnik flutti stórkostlegan fyrirlestur á föstudagsmorguninn - svo partýþreytan frá kvöldinu áður hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þessi kona sem var útnefnd fremsti fræðimaðurinn 2008 af ameríska lögmannafélaginu, kallaði fyrirlesturinn sinn "Justice in Jeopardy" og þótt hún færi yfir vítt svið var sérstaklega athyglisvert hvernig hún gjörsamlega hraunaði yfir mannréttindabrot Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Skemmtilegt tvist í þessu er að á nákvæmlega sama tíma var Condoleezza Rice í Höfða að reyna að telja Ingibjörgu Sólrúnu trú um að í Guantánamo séu reknar sumarbúðir fyrir fullorðna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband